Vöktunarsvæði

Vöktunarsvæði

  • Áhrifasvæði

 

Áhrifasvæði

Vöktunarsvæði Sjálfbærniverkefnisins á Norðausturlandi hefur verið skilgreint frá Vaðlaheiði í vestri til og með Tjörnesi í austri. Telja má að það svæði verði fyrir mestum áhrifum af byggingu og starfsemi Þeistareykjavirkjunar og uppbyggingu og starfsemi iðnaðar á Bakka. Þá hefur vöxtur í ferðaþjónustu verið umtalsverður á þessu tiltekna svæði. 

Austan og vestan við vöktunarsvæðið sem við köllum miðsvæði liggja svæði sem einnig geta orðið fyrir áhrifum af framagreindum breytingum og því verður einnig fylgst með þeim í sumum tilfellum og þróun þar borin saman við þróun á miðsvæði. Þau svæði eru kölluð vestursvæði og austursvæði. Vestursvæðinu tilheyra Akureyri, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppur og Grýtubakkahreppur. Austursvæðinu tilheyra Norðurþing frá Tjörnesi, Svalbarðshreppur og Langanesbyggð.