-
Eigandi
Eigandi Sjálfbærniverkefnisins á Norðausturlandi er fyrirtækið Landsvirkjun. Fyrirtækið sér um rekstur verkefnisins og tryggir þannig framvindu þess við vöktun breytinga á samfélagi, umhverfi og efnahag á megin áhrifasvæði verkefnisins.
Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar. Fyrirtækið vinnur rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum, vatnsafli, jarðvarma og vindi. Fyrirtækið er leiðandi í sjálfbærri nýtingu orkugjafa og stuðlar að aukinni þekkingu, nýsköpun og tækniþróun.