-
Líðan grunnskólabarna
-
Menntunarstig íbúa á aldrinum 16-70 ára
-
Um vísi
Á myndinni má sjá hvernig börnum í grunnskólum á miðsvæði líður í skólanum í samanburði við Norðausturland og landið allt.
Í gögnum ársins 2018 eru ekki upplýsingar frá Stórutjarnaskóla, sem er einn fjögurra skóla á Miðsvæði.
Upplýsingar um menntunarstig íbúa eru fengnar úr rannsókn Landlæknis á heilsu og líðan Íslendinga. Rannsóknin er framkvæmd á fimm ár fresti og nær til 18 ára og eldri.
Upplýsingar um menntunarstig eru nú fengnar úr rannsókninni Heilsa og líðan Íslendinga sem framkvæmd er á fimm ár afresti af embætti landlæknis.
Hlutfall fullorðinna eftir menntun (byggt á spurningu um hæstu prófgráðu) | |||||||||
Grunnmenntun | Framhaldsmenntun | Háskólamenntun | |||||||
Ár | Hlutfall (%) | +/- 95% vikmörk | Hlutfall (%) | +/- 95% vikmörk | Hlutfall (%) | +/- 95% vikmörk | |||
2012 | Aðrir landshlutar | 29,2% | 1,1% | 40,5% | 1,2% | 30,3% | 1,1% | ||
Hluti N-austurlands | 35,9% | 8,4% | 40,9% | 8,6% | 23,1% | 7,4% | |||
Landið allt | 29,3% | 1,1% | 40,5% | 1,2% | 30,2% | 1,1% | |||
2017 | Aðrir landshlutar | 24,4% | 1,0% | 39,4% | 1,2% | 36,2% | 1,2% | ||
Hluti N-austurlands | 29,9% | 8,2% | 39,7% | 8,8% | 30,4% | 8,2% | |||
Landið allt | 24,5% | 1,0% | 39,4% | 1,2% | 36,1% | 1,2% | |||
2022 | Aðrir landshlutar | 19,3% | 1,0% | 39,7% | 1,2% | 41,1% | 1,2% | ||
Hluti N-austurlands | 21,8% | 7,9% | 55,8% | 9,5% | 22,5% | 8,0% | |||
Landið allt | 19,3% | 0,9% | 39,9% | 1,2% | 40,8% | 1,2% |
Árið 2007 voru marktækt færri íbúar á skilgreindu svæði N-Austurlands með háskólamenntun heldur en á landinu öllu. Árin 2012 og 2017 er engan marktækan mun að sjá í menntun. Árið 2022 voru marktækt fleiri með menntun á framhaldsskólastigi og færri á háskólastigi samanborið við landið allt.
Heimild: Landlæknisembættið
Sérvinnsla ganga fyrir Gaum.
Líðan nemenda í grunnskóla gefur vísbendingar um ástand mála, gæði skóla og þróun innan grunnskólanna.
Menntunarstig íbúa gefur vísbendingar um hvernig og hvort íbúar geti mætt þörfum vinnumarkaðarins.
Í vísinum verða birtar upplýsingar um líðan grunnskólanemenda, hlutfall nemenda sem líður vel og mjög vel í grunnskóla. Þá verða birtar upplýsingar um fjölda íbúa með grunnmenntun, starfs- og framhaldsmenntun og háskólamenntun skv. ISCED sem er alþjóðleg flokkun.
Á fjögurra ára fresti eru birt gögn um líðan grunnskólanemenda og á fimm ára fresti eru birt gögn um menntunarstig íbúa.
Borin eru saman gögn af miðsvæði og Íslandi.
Verkefnisstjóri ber ábyrgð á að afla gagna og birta þau í samræmi við birtingaráætlun.
Gögn eru sótt til Landlæknisembættisins og í niðurstöður HSBC könnunar á líðan grunnskólanemenda sem framkvæmd er af Háskólanum á Akureyri.