-
Íbúafjöldi
-
Mannfjöldaþróun
-
Um vísi
Á myndinni má sjá að íbúum á Húsavík fækkaði á árunum 2011-2016 en tók aftur að fjölga frá árinu 2016. Gögnin byggja á stöðunni þann 1. janúar ár hvert.
Heimild: Hagstofa Íslands
Íbúum á miðsvæði fækkaði frá árunum 2011 til ársins 2015 en þá tók íbúum að fjölga á ný. Þingeyjarsveit sker sig úr þar sem íbúum fjölgaði þar á árunum 2014 og 2015 en fækkaði eftir það fram til ársins 2017. Íbúum á miðsvæði hefur aftur fjölgað á milli áranna 2021 og 2022.
Heimild: Hagstofa Íslands
Á myndinni má sjá hlutfallslega breytingu á íbúafjölda. Athygli vekur að hlutfallsleg fjölgun á Miðsvæði er 5,05% á milli áranna 2016 og 2017 og að hlutfallsleg fækkun á austursvæði er 5,31%. Vestursvæði fylgir í meginatriðum sömu línu og landið allt þó fjölgunin þar sé minni.
Heimild: Hagstofa Íslands
Myndin sýnir vísitölu íbúafjölda á Íslandi, Vestursvæði, Miðsvæði og Austursvæði. Árið 2011 er sett sem núllpunktur og vísitalan 100 á því ári. Á árunum 2011-2015 lækkaði vísitalan á Miðsvæði á meðan hún hækkaði á landinu öllu og Vestursvæði. Frá árinu 2015 hefur vísitala íbúafjölda hækkað úr 98,68 í 106,24 á Miðsvæði. Hæst fór hún í 114,07 á árinu 2018.
Heilmild: Hagstofa Íslands
Myndin sýnir fjölgun íbúa með erlent ríkisfang í Norðurþingi, Tjörneshreppi og Þingeyjarsveit. Í þessum gögnum eru upplýsingar um Norðurþing allt. Íbúum með erlent ríkisfang fjölgaði jafnt og þétt frá árinu 2011 til ársins 2016. Á milli áranna 2016 og 2017 fjölgaði íbúum með erlent ríkisfang um 188 og síðan um 221 á milli áranna 2017 og 2018. Að loknum framkvæmdatíma við Þeistareykjavirkjun og verksmiðju PCC BakkiSilicon fækkaði erlendum íbúum og voru á árinu 2021 alls 455. Eftir að framleiðslustöðvun hjá PCC Bakki lauk sumarið 2021 tók erlendum íbúum að fjölga á ný og voru í ársbyrjun 2024 orðnir 810 talsins eða um 17,83% íbúa á vöktunarsvæðinu.
Heimild: Hagstofa Íslands
Myndin sýnir að hlutfallslega eiga flestir íbúar með erlent ríkisfang uppruna sinn í Póllandi. Því næst eru Tékkar, þá Spánverjar og loks Slóvakar. Á árinu 2023 voru íbúar frá Litháen fimmta fjölmennasta þjóðerni íbúa í sveitarfélögunum þremur á miðsvæði.
Heimild: Hagstofa Íslands
Myndin sýnir uppruna íbúa með erlent ríkisfang eftir svæðum. Stærstur hluti íbúanna kemur frá löndum Austur-Evrópu.
Heimild: Hagstofa Íslands
Á myndinni má sjá hlutfall aðfluttra umfram brottflutta. Frá árinu 2017 hefur Hagstofa Íslands ekki birt gögn um búferlaflutninga eftir byggðakjörnum eða póstnúmerum. Upplýsingar um Miðsvæði ná því til Norðurþings alls og að sama skapi er Norðurþing austan Tjörness ekki innifalið í gögnum fyrir Austursvæðið.
Upplýsingar um Vestursvæðið miða við sveitarfélagið Akureyrarbæ allt en ekki aðeins þéttbýlið Akureyri sunnan Hörgársveitar.
Í gögnum um aðflutta og brottflutta eru tilteknir flutningar á milli landssvæða, milli sveitarfélaga og á milli landa.
Heimild: Hagstofa Íslands
Myndin sýnir aldurs- og kynjaskiptingu íbúa á Miðsvæði árið 2019.
Frumgögn og úrvinnslu er að finna undir efsta mannfjöldapýramídanum ásamt tilvísun í heimild.
Hér má sjá aldurs- og kynjaskiptingu íbúa á Íslandi árið 2024.
Frumgögn og úrvinnslu er að finna undir efsta mannfjöldapýramídanum ásamt tilvísun í heimild.
Mannfjöldapýramídinn fyrir landið allt árið 2019.
Frumgögn og úrvinnslu er að finna undir efsta mannfjöldapýramídanum ásamt tilvísun í heimild.
Hér má sjá aldurs- og kynjaskiptingu íbúa á Vestursvæði árið 2024.
Frumgögn og úrvinnslu er að finna undir efsta mannfjöldapýramídanum ásamt tilvísun í heimild.
Allra yngstu árgangarnir viðrast nokkuð fámennir á vestursvæðinu á árinu 2019.
Frumgögn og úrvinnslu er að finna undir efsta mannfjöldapýramídanum ásamt tilvísun í heimild.
Hér má sjá aldurs- og kynjaskiptingu íbúa á Austursvæði árið 2024.
Frumgögn og úrvinnslu er að finna undir efsta mannfjöldapýramídanum ásamt tilvísun í heimild.
Hér má sjá aldurs- og kynjaskiptingu íbúa á Austursvæði árið 2019.
Frumgögn og úrvinnslu er að finna undir efsta mannfjöldapýramídanum ásamt tilvísun í heimild.
Þeistareykjavirkjun, iðnaðarstarfsemi á Bakka og aukin umsvif ferðaþjónustu geta haft áhrif á íbúafjölda á Norðausturlandi og í einstökum sveitarfélögum, hvort tveggja á uppbyggingartíma og rekstrartíma virkjunar og fyrirtækja í iðnaði og ferðaþjónustu. Því er mikilvægt að fylgjast með þróun mannfjölda.
Í vísinum eru birtar upplýsingar um mannfjölda miðað við 1. janúar ár hvert, heildarfjöldi íbúa, kynjaskipting og aldursdreifing ásamt uppruna og fjölda brottfluttra og aðfluttra.
Árlega eru birt gögn sem sýna þróun íbúafjölda. Gert er ráð fyrir birtingu ekki seinna en 25. mars og miðast tölur við stöðuna 1. janúar ár hvert.
Borin verða saman gögn af Miðsvæði, Austursvæði, Vestursvæði og Íslandi.
Verkefnisstjóri ber ábyrgð á að afla gagna og birta þau í samræmi við birtingaráætlun.
Gögn eru sótt til Hagstofu Íslands. Sjá nánari tilvísun undir mælikvörðum vísisins.