2.2 Hljóðvist

2.2 Hljóðvist

  • Hávaði frá starfsleyfisskyldri starfsemi
  • Um vísi

Hávaði frá starfsleyfisskyldri starfsemi

2.2 a. Jafngildishljóðstig við Þeistareyki

Mælingar á jafngildishljóðstigi við Þeistareykjavirkjun hafa verið gerðar með föstum mælum frá árinu 2014.  

Mælingar á jafngildishljóðstigi hafa þrisvar farið yfir viðmiðunarmörk fyrir iðnaðarsvæði sem eru 70dB, í febrúar 2017 , maí 2018 og júlí 2020. 

ATH að þau gildi sem fá 0 eru ekki til mælingar fyrir, sbr. að mælingar hófust í maí 2014 og því vantar mælingar fyrir janúar-apríl það ár.  

Frumgögn og úrvinnsla hér að neðan eiga líka við mynd 2.2 b. 

Frumgögn og úrvinnsla 

Hávaði frá starfsleyfisskyldri starfsemi: 2.2 b. Jafngildishljóðstig við Bakka

2.2 b. Jafngildishljóðstig við Bakka

Tvær mælingar hafa verið framkvæmdar á jafngildishljóðstigi við verksmiðju PCC BakkiSilicon og í nágrenni hennar. 

Mælingar sem unnar voru árið 2017 eru svokallaðar bakgrunnsmælingar. Árið 2019 voru aftur unnar mælingar. Vegna veðurs reyndist ekki unnt að framkvæma mælingar við Héðinshöfða og því eru engar upplýsingar um jafngildishljóðstig þar fyrir það ár. Næstu mælingar eru áformaðar árið 2023 og er það til samræmis við starfsleyfi verksmiðjunnar. 

Mælingar á jafngildishljóðstigi árið 2019 fóru aldrei yfir viðmiðunarmörk fyrir iðnaðarsvæði sem eru 70d.

ATH að þau gildi sem fá 0 voru ekki mæld í þeirri mælingu. Sbr. NV-PCC var ekki mælt í bakgrunnsmælingunni árið 2017. 

 

Um vísi

Forsendur

Hávaði getur haft víðtæk áhrif á heilsu og líðan einstaklinga. Stöðugur hávaði getur haft neikvæð áhrif á búsetu til lengri tíma og því þarf að tryggja að hávaði dragi ekki úr aðdráttarafli svæðis til búsetu.

Í vísinum eru birtar upplýsingar um jafngildishljóðstig á Bakka, Þeistareykjum, Kröflu og Bjarnarflagi. Viðmið um jafngildishljóðstig fyrir iðnaðarsvæði er 70 dB. 

Um viðmið fyrir hávaða er tekið mið af reglugerð nr. 724/2008. Að auki er tekið mið af mati á umhverfisáhrifum PCC Bakki Silicon og Þeistareykjavirkjunar og vöktunaráætlun og starfsleyfi vegna Þeistareykjavirkjunar. Samkvæmt starfsleyfi Þeistareykjavirkjunar geta undantekningar átt sér stað tímabundið vegna framkvæmda, borunar og blásturs.

Tíðni

Birtar eru upplýsingar að minnsta kosti árlega. Mælingar skulu fara fram á Þeistareykjum a.m.k. 4 sinnum á ári. Mælingar á Bakka fara fram fjórða hvert ár. Næsta mæling er áætluð árið 2023. 

Svæði

Miðsvæði: Bakki, Þeistareykir, Krafla, Bjarnarflag.

Ábyrgð

Verkefnisstjóri ber ábyrgð á að afla gagna og birta þau í samræmi við birtingaráætlun.

Heimildir

Gögn eru sótt til Landsvirkjunar og PCC Bakki Silicon.