-
Gæði neysluvatns
-
Vatnsgæði grunnvatns
-
Um vísi
Hér að neðan má sjá töflur með niðurstöðum mælinga á gerlafjölda í neysluvatni í Norðurþing, Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppi. Gögn eru fengin frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.
Ár | Húsavík | Laugar | Reykjahlíð |
2011 | <1 | <1 | 1 |
2012 | 2 | 1 | 1 |
2013 | 6 | <1 | 1 |
2014 | 3 | 1 | |
2015 | <1 | 1 | |
2016 | <1 | 4 | 1 |
2017 | <1 | 1 | |
2018 | <1 | 2 | |
2019 | 3 | 4 | <1 |
2020 | <10 | 1 | 9 |
2021 | 5 | 4 | <1 |
2022 | 3 | 16 | 5 |
2023 | 1 | 16 | <1 |
Ár | Húsavík | Laugar | Reykjahlíð |
2011 | <1 | <1 | <1 |
2012 | <1 | <1 | <1 |
2013 | <1 | <1 | <1 |
2014 | 0 | <1 | <1 |
2015 | <1 | <1 | |
2016 | <1 | <1 | <1 |
2017 | <1 | <1 | |
2018 | <1 | <1 | |
2019 | <1 | <1 | <1 |
2020 | <1 | <1 | 1 |
2021 | <1 | <1 | <1 |
2022 | 1 | <1 | <1 |
2023 | <1 | <1 | <1 |
Ár | Húsavík | Laugar | Reykjahlíð |
2011 | <1 | <1 | |
2012 | <1 | <1 | <1 |
2013 | <1 | <1 | <1 |
2014 | 0 | <1 | <1 |
2015 | <1 | <1 | |
2016 | <1 | <1 | <1 |
2017 | <1 | <1 | |
2018 | <1 | <1 | |
2019 | <1 | <1 | <1 |
2020 | <1 | <1 | <1 |
2021 | <1 | <1 | <1 |
2022 | <1 | <1 | <1 |
2023 | <1 | <1 | <1 |
Myndin sýnir leiðni í neysluvatni. Mæling á leiðni var ekki gerð árið 2015 í Reykjahlíð.
Leiðni er mæld í Siemens á metra eða S/m.
Á myndinni má sjá sýrustig neysluvatns í þéttbýli innan vöktunarsvæðis Gaums í Norðurþingi og Þingeyjarsveit. Mælingar eru gerðar á tveimur þéttbýliskjörnum Þingeyjarsveitar. Sýrustig er mælt í pH.
Myndin sýnir hitastig í fimm lindum við Mývatn. Þar sem línuritið sýnir hitastigi 0 fyrir lindirnar vantar mælingu á hitastigi.
Myndin sýnir leiðni í vatni við 25°C í µS/cm.
Myndin sýnir styrk arsen (As) í lindum við Mývatn. Þar sem myndin sýnir 0.05 mældist styrkur undir þeirri tölu.
Umhverfismörk I fyrir arsen 0.4 µg/L
Myndin sýnir styrk kísil díoxíðs (SiO2) í lindum við Mývatn.
Myndin sýnir styrk króms í lindum við Mývatn. Þar sem engin gildi eru sýnd vantar mælingar.
Umhverfismörk I: Mjög lítil eða engin hætta á áhrifum. Viðmiðunarmörk fyrir króm eru 0.3 µg/L
Umhverfismörk II: Lítil hætta á áhrifum. Viðmiðunarmörk fyrir króm eru 0.3-5 µg/L
Myndin sýnir hitastig grunnvatns á Þeistareykjum og í Kelduhverfi.
Myndin sýnir leiðni vatns við 25°C, úr lindum og borholum við Þeistareyki og í Kelduhverfi.
Hér má sjá styrk kísil díoxíðs í grunnvatni á Þeistareykjum og í Kelduhverfi.
Myndin sýnir styrk arsen í grunnvatni á Þeistareykjum og í Kelduhverfi.
Umhverfismörk I fyrir arsen 0.4
Myndin sýnir styrk króms í grunnvatni á Þeistareykjum og í Kelduhverfi.
Umhverfismörk fyrir króm 0.3
Umhverfismörk II fyrir króm 0,3-5
Vatnsveitur sjá íbúum og atvinnulífi fyrir hreinu neysluvatni. Mikilvægt er að gæði þess séu tryggð.
Þá þarf að fylgjast með styrk næringarefna og steinefna í köldu vatni á virkjanasvæðum.
Í vísinum er fylgst með vatnsbóli og dreifikerfi vatns á Húsavík, dreifikerfi vatns í Reykjahlíð og á Laugum:
Vatnsgæði grunnvatns í lindum og neðanstraums frá jarðhitavirkjunum eru vöktuð. Birtar eru mælingar frá eftirtöldum stöðum:
Mývatnssveit
Þeistareykir og Kelduhverfi
Eftirtalin efni og mæliþættir hafa verið valin til að sýna niðurstöður:
Króm er frumefni með efnatáknið Cr. Króm flokkast undir þungmálma en þungmálmur er málmur sem hefur háan massa. Fjöldi efna tilheyra þessum hópi en umhverfislega séð er átt við arsen, blý, kadmín, kóbalt, kopar, króm, kvikasilfur, nikkel, sink, tin og vanadín. Þessir málmar finnast frá náttúrunnar hendi í lofti, jarðvegi, vatni og lífverum í litlum mæli. Margir málmanna gegna lykilhlutverki í efnaskiptaferlum og er nauðsynlegt fyrir lífverur að taka þá upp í smáum stíl. Flestir þungmálmar geta hins vegar haft eiturverkanir verði styrkur þeirra mikill. Tekin eru efnasýni einu sinni á ári og ef bera má á hækkun króms í vatni vegna jarðhitavinnslu getur það stafað af tæringu vélbúnaðar.
Arsen er frumefni með efnatáknið As. Arsen telst yfirleitt til þungmála vegna þéttleika síns þó að það sé í raun og veru málmleysingi. Styrkur arsens og fleiri efna í jarðhitavatni er hærri en í grunnvatni vegna samspils vatns og bergs við háan hita í jarðhitakerfinu. Við jarðhitavinnslu verður efnalosun í vatni og lofti. Í affallsvatninu frá jarðvarmavirkjunum og í afrennsli frá jarðhitasvæðum er vatnið með hærri styrk uppleystra efna en í drykkjarhæfu vatni, arsen er eitt af þeim.
Kísilsýra er efnasamband frumefnanna kísils (Si) og súrefnis (og vetnis) (SiO2 eða H4SiO4) og er hið uppleysta form kísils. Algengt er að nota orðið kísill fyrir bæði frumefnið og efnasamband þess. Styrkur kísils og fleiri efna í jarðhitavatni er hár vegna samspils vatns og bergs við háan hita í jarðhitakerfinu. Við jarðhitavinnslu verður efnalosun í vatni og lofti. Í affallsvatninu frá jarðvarmavirkjunum og í afrennsli frá jarðhitasvæðum er vatnið með hærri styrk uppleystra efna en í grunnvatni, kísilsýra er eitt af þeim. Með því að fylgjast með styrk kísils í vatni má greina ef jarðhitaáhrifa gætir.
Hiti og rafleiðni, hiti vatns og leiðni á vöktunarstöðum í Mývatnssveit, Þeistareykjum og í Kelduhverfi er mæld einu sinni á ári ásamt því að tekið er efnasýni. Sýnatökustaðirnir eru ýmist lækir, vöktunarholur eða lindir (heitar, volgar og kaldar). Ef leiðnimælingar fara hækkandi væri það vísbending um að meiri efnastyrk í vatni og þar af leiðandi aukin jarðhitaáhrif. Styrkur í jarðhitavatni er hærri en í grunnvatni vegna samspils vatns og bergs við háan hita í jarðhitakerfinu. Það saman á við ef hiti eykst í vatni á sýnatökustöðum væri það vísbending um aukin jarðhitaáhrif.
Árlega eru birt gögn sem sýna vatnsgæði neysluvatns og vatnsgæði grunnvatns í lindum og neðanstraums frá jarðhitavirkjunum á framangreindum sýnatökustöðum.
Borin eru saman gögn af miðsvæði.
Verkefnisstjóri ber ábyrgð á að afla gagna og birta þau í samræmi við birtingaráætlun.
Gögn eru sótt til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra og Landsvirkjunar/ÍSOR.