-
Losun mengandi efna
-
Loftgæði
-
Um vísi
Birtar eru upplýsingar um losun koldíoxíðsígilda (CO2) frá jarðvarmavirkjunum Landsvirkjunar á Miðsvæði og frá PCC Bakkisilicon. Losunin er gefin upp í tonnum koldíoxíðígilda á ári.
Grafið sýnir losun gróðurúsalofttegunda frá Þeistareykja-, Kröflu- og Bjarnarflagsvirkjun á árunum 2011-2020.
Gróðurhúsalofttegundir sem virkjanirnar losa eru koldíoxíð og metan. Magn metans er umreiknað í koldíoxíðgildi þar sem 1 kg af metani jafngildir 25 kg af koldíoxíði.
Hér að neðan eru birt frumgögn og úrvinnsla þeirra fyrir losun mengandi efna fyrir þær myndir sem fylgja hér á eftir (2.1 a.-2.1 c.).
Grafið sýnir losun á brennisteinsvetni í tonnum á ári.
Sjá frumgögn við mynd 2.1 a.
Myndin sýnir losun koldíoxíðígilda frá verksmiðju PCC BakkiSilicon frá árunum 2018 til 2023.
Losun koldíoxíðsígilda frá PCC BakkiSilicon helst beint í hendur við hráefnanotkun fyrirtækisins og framleiðslumagn kísilmálms. Áætluð árleg losun undir fullum afköstum er 120.000 t af koldíoxíði. Á árinu 2018 losaði verksmiðjan ígildi 50.402 t af koldíoxíði. Þessi lága tala útskýrist af því að fyrstu mánuði ársins hafði framleiðsla ekki hafist en ofn 1, Birta, var settur í gang 30. apríl og ofn 2, Bogi, var settur í gang 31. ágúst. Árið 2019 er fyrsta heila starfsár verksmiðjunnar.
Frumgögn og úrvinnsla.
Heimild: Umhverfisstofnun
Gögn um loftgæði vegna Þeistareykjavirkjunar eru í vinnslu hjá Landsvirkjun.
Myndin sýnir fjölda daga þar sem styrkur SO2 er undir viðmiðunarmörkum. Mælingar frá árinu 2016 ná einungis til desember mánuðar. Árin 2017-2020 fór styrkur SO2 aldrei yfir viðmiðunarmörk sem eru 350 µg/m3 fyrir stundargildi og 125 µg/m3 fyrir daggildi.
Myndin sýnir bakgrunnsmælingar loftgæða sem framkvæmdar voru á tímabilinu desember 2016-desember 2017, ásamt mælingum sem framkvæmdar hafa verið á starfstíma kísilmálmverksmiðju PCC BakkiSilicon.
Mælingarnar mæla styrk brennisteinsdíoxíðs (SO2) í µg/m3.
Loftgæða mælingarnar eru úr Stöð 1 - Suður - Húsavíkurhöfði - er staðsett rétt norðan við nyrsta hluta byggðarinnar á Húsavík á Húsavíkurhöfða.
Myndin sýnir bakgrunnsmælingar loftgæða sem framkvæmdar voru á tímabilinu desember 2016-desember 2017, ásamt mælingum sem framkvæmdar hafa verið á starfstíma kísilmálmverksmiðju PCC BakkiSilicon.
Mælingarnar mæla styrk brennisteinsdíoxíðs (SO2) í µg/m3.
Loftgæða mælingarnar eru úr Stöð 2 - Norður - Héðinsvík - sem staðsett er nyrst á skilgreindu iðnaðarsvæði á Bakka, á sveitarfélagamörkum Norðurþings og Tjörneshrepps.
Myndin sýnir fjölda daga þar sem styrkur PM10 er undir viðmiðunarmörkum. Mælingar frá árinu 2016 ná einungis til desember mánuðar. Árin 2017-2020 fór styrkur PM10 aldrei yfir viðmiðunarmörk, sem eru 50 µg/m3 fyrir fyrir daggildi, á Húsavíkurhöfða en einn dag í Héðinsvík á árunum 2018, 2019 og 2020. Á árinu 2021 fór styrkur PM10 tvisvar yfir viðmiðunarmörk á Húsvíkurhöfða.
Myndin sýnir bakgrunnsmælingar loftgæða sem framkvæmdar voru á tímabilinu desember 2016-desember 2017, ásamt mælingum sem framkvæmdar hafa verið á starfstíma kísilmálmverksmiðju PCC BakkiSilicon.
Mælingarnar sýna styrk PM10 í µg/m3.
Loftgæða mælingarnar eru úr Stöð 1 - Suður - Húsavíkurhöfði, sem staðsett er rétt norðan við nyrsta hluta byggðarinnar á Húsavík á Húsavíkurhöfða.
Mælingar á hæsta dagsgildi og hæsta stundargildi ná aftur til október 2016 en meðaltal mánaða aftur til desember 2016.
Myndin sýnir bakgrunnsmælingar loftgæða sem framkvæmdar voru á tímabilinu desember 2016-desember 2017, ásamt mælingum sem framkvæmdar hafa verið á starfstíma kísilmálmverksmiðju PCC BakkiSilicon.
Mælingarnar sýna styrk PM10 í µg/m3.
Loftgæða mælingarnar eru úr Stöð 2 - Norður - Héðinsvík, sem staðsett er rétt norðan við Bakka eða við Héðinsvík.
Mælingar á hæsta dagsgildi og hæsta stundargildi ná aftur til október 2019 en meðaltal mánaða aftur til desember 2016.
Myndin sýnir bakgrunnsmælingar loftgæða sem framkvæmdar voru á tímabilinu desember 2016-desember 2017, ásamt mælingum sem framkvæmdar hafa verið á starfstíma kísilmálmverksmiðju PCC BakkiSilicon.
Mælingarnar mæla styrk PM2,5 í µg/m3.
Loftgæða mælingarnar eru úr Stöð 1 - Suður - Húsavíkurhöfði, sem staðsett er em staðsett er rétt norðan við nyrsta hluta byggðarinnar á Húsavík á Húsavíkurhöfða.
Frá 25. september-10. nóvember 2021 var mælir fyrir PM2,5 bilaður, því vantar gildi fyrir október 2021. Notast er við gildi í september og nóvember sem til eru mælingar fyrir.
Myndin sýnir bakgrunnsmælingar loftgæða á Bakka frá desember 2016-desember 2017 ásamt mælingum á starfstíma kísilmálmverksmiðju PCC BakkiSilicon.
Mælingarnar sýna styrk PM2,5 í µg/m3.
Loftgæða mælingarnar eru úr Stöð 2 - Norður - Héðinsvík, sem staðsett er rétt norðan við Bakka eða við Héðinsvík.
Mælingar á hæsta dagsgildi og hæsta stundargildi ná aftur til janúar 2018 en meðaltal mánaða aftur til desember 2016.
Aukinn iðnaður og vaxandi umferð á landi og sjó leiða til aukinnar losunar mengandi efna út í andrúmsloftið. Losun mengandi efna hefur áhrif á lífsgæði fólks og því er mikilvægt að fylgjast með losun þeirra frá virkjun og framleiðslufyrirtækjum í iðnaði og miðla upplýsingum til almennings um loftgæði.
Í vísinum eru birtar upplýsingar um losun gróðurhúsalofttegunda í tonnum:
Einnig verða birtar upplýsingar um losun efna sem valda staðbundinni loftmengun:
Fylgst verður með loftgæðum á Húsavík, í Reykjahlíð í Vogum og Eyvindarholti og birtar upplýsingar um fjölda daga þar sem styrkur tiltekinna efna er innan viðmiðunarmarka.
Viðmið um heilsuverndarmörk eru fengin úr reglugerð um brennisteinsdíoxíð, köfnunarefnisdíoxíð og köfnunarefnisoxíð, bensen, kolsýring, svifryk og blý í andrúmsloftinu og upplýsingar til almennings nr. 251/2002, reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 251/2002 um brennisteinsdíoxíð, köfnunarefnisdíoxíð og köfnunarefnisoxíð, bensen, kolsýring, svifryk og blý í andrúmsloftinu og upplýsingar til almennings nr. 245/2014 og reglugerð um styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti nr. 514/2010.
Árlega eru birt gögn sem sýna upplýsingar um losun mengandi efna og loftgæði.
Miðsvæði: Húsavík, Þeistareykir, Kelduhverfi og Mývatnssveit.
Verkefnisstjóri ber ábyrgð á að afla gagna og birta þau í samræmi við birtingaráætlun.
Gögn eru sótt til Landsvirkjunar, PCC Bakki Silicon og Umhverfisstofnunar.
https://orkustofnun.is/gogn/Talnaefni/OS-2019-T004-01.pdf