Kynjaskipting í sveitarstjórnum og fastanefndum óbreytt

20.06.2024

Kynjaskipting í sveitarstjórnum og fastanefndum óbreytt

Í vísi 1.3 er fylgst með jafnrétti kynja. Meðal þess sem er vaktað eru kynjahlutföll fulltrúa í sveitarstjórnum á svæðinu og í fastanefndum sveitarfélaganna. 

Engin breyting er á milli ára á kynjahlutfalli í sveitarstjórnum eða fastanefndum. Karlar eru 14 í sveitarstjórnunum þremur á svæðinu og konur 9. Í fastanefndunum eru 23 karlar og 19 konur í sveitarfélögunum þremur.