-
Fjöldi afbrota
-
Fjöldi starfa við löggæslu
-
Um vísi
Fjöldi afbrota á Miðsvæði og landinu öllu miðað við 10.000 íbúa. Myndin sýnir að tíðni afbrota er lægri á Miðsvæði en á landinu öllu.
Við skoðun myndarinnar og þeirra gagna sem liggja að baki henni er vert að hafa í huga að fjöldi sérrefsilagabrota og umferðalagabrota getur að hluta til farið eftir frumkvæði lögreglu.
Heimild:
Myndin sýnir fjölda ársverka við löggæslu á Akureyri, Húsavík og Þórshöfn. Sjá má að störfum við löggæslu fjölgaði á vöktunarsvæði Sjálfbærniverkefnisins frá árinu 2016 til ársins 2019. Á milli áranna 2021 og 2022 fjölgaði um eitt starf á starfstöð lögreglunnar á Húsavík við ráðningu forvarnafulltrúa til embættisins. Á árinu 2021 fjölgaði störfum á Akureyri vegna lokunar fangelsins og á árinu 2022 fjölgaði störfum á Akureyri enn frekar vegna styttingar vinnuvikunnar.
Við upphaf árs 2024 eru störf við löggæslu á Akureyri fjórum fleiri en árið áður. Störfum á Húsavík og Þórshöfn fækkar um eitt á hvorum stað.
Lífsgæði íbúa í samfélagi þar sem glæpatíðni er lág eru meiri en í samfélagi þar sem glæpatíðni er há. Fjölgun íbúa vegna iðnaðaruppbyggingar, uppbyggingar virkjunar og aukinna umsvifa í ferðaþjónustu hefur margvísleg áhrif á samfélag og þá er mikilvægt að innviðir samfélags séu traustir. Vísir sem fylgist með þróun glæpatíðni og fjölda starfa við löggæslu getur gefið upplýsingar um langtíma stöðugleika á svæðinu.
Í vísinum eru birtar upplýsingar um fjölda afbrota miðað við 10.000 íbúa og fjöldi starfa við löggæslu.
Árlega eru birt gögn sem sýna þróun afbrota og fjölda starfa við löggæslu. Gert er ráð fyrir birtingu í janúar á fjölda starfa en í apríl fyrir afbrot.
Borin eru saman gögn af Miðsvæði og Íslandi.
Verkefnisstjóri ber ábyrgð á að afla gagna og birta þau í samræmi við birtingaráætlun.
Gögn eru sótt til Ríkislögreglustjóra.