74 aðfluttir umfram brottflutta íbúa á Miðsvæði

14.11.2024

74 aðfluttir umfram brottflutta íbúa á Miðsvæði

Aðfluttir íbúar umfram brottflutta íbúa er einn mælikvarða á breytingar ´a mannfjölda á vöktunarsvæði Gaums. 

Á þeim tíma sem vöktun hefur staðið yfir á vettvangi Gaums hafa aðfluttir verið fleiri en brottfluttir 7 af 13 árum. Á árinu 2023 voru aðfluttir 74 fleiri en brottfluttir og hlutfall aðfluttra 1,66% hærra en brottfluttra. Í samanburði við samanburðarsvæðin, Ísland, Vestursvæði og Austursvæði þá er hlutfall aðfluttra umfram brottflutta næst hæst á Miðsvæði. Aðeins landið í heild hefur hærra hlutfall aðfluttra, eða 1,81%. Áárinu 2022 var hlutfallið 2,96% á Miðsvæði en 2,68% á landinu öllu. 

Ef reýnt er frekar í tölurnar kemur í ljós að aðfluttir á Miðsvæði á árinu 2023 voru 895 og brottfluttir 821. Heildrfjöldi íbúa í ársbyrjun 2023 var 3.920 manns því er um að ræða þónokkuð stóran hluta íbúa sem flutti til og frá Miðsvæði.