Breytingar á Gaumi

01.01.2025

Breytingar á Gaumi

Eigandi sjálfbærniverkefnisins Gaums hefur ákveðið að gera breytingar á verkefninu frá og með áramótum 2024-2025. Vöktun verður ekki haldið áfram á árinu 2025 í sama formi og er stefnt að endurskoðun verkefninsins og framkvæmd þess.
Þekkingarnet Þingeyinga, sem séð hefur um utanumhald og framkvæmd verkefnisins frá upphafi, mun hætta vinnu við verkefnið á sama tíma. Í ársbyrjun 2025 verða verkefni tengd Gaumi sett í nýjan farveg í samstarfi Landsvirkjunar, Þingeyjarsveitar og SSNE.