Upplýsingar um menntunarstig íbúa á vöktunarsvæði Gaums eru fengar úr rannsókn Landlæknisembættisins á heilsu og líðan landans. Rannsóknin er framkvæmd 5. hvert ár og fór hún síðast fram árið 2022. Í fyrri mælingum hefur menntunarstig íbúa á Miðsvæði verið áþekkt því sem gerist í öðrum landshlutum og á landinu öllu hvað varðar framhaldsmenntun (t.d. stúdentspróf, iðmenntun) en vikið aðeins frá meðaltalið landsins eða annarra landshluta hvað varðar grunnmenntun (hærra hlutfall á Miðsvæði) og háskólamenntun (lægra hlutfall Miðsvæði). Í nýjustu mælingum frá árinu 2022 virðist hlutfall þeirra sem hafa aðeins grunnmenntun hafa lækkað og nálgast nú að vera svipað hlutfall og á landinu öllu og öðrum landshlutum. Hlutfall háskólamenntaðra lækkar og víkur nú meira frá meðaltali landsins og annarra landshluta en áður en hlutfall íbúa með framhaldsmenntun eykst og er nú hærra en á landinu öllu eða í öðrum landshlutum.