Eignir og skuldir íbúa á Miðsvæði

20.08.2024

Eignir og skuldir íbúa á Miðsvæði

Í vísi 3.5 hafa nú verið birt gögn um hag íbúa á Miðsvæði. 
Að þessu sinni eru birt ný gögn frá tímablinu 2011-2023, með Norðurþing allt inni í Miðsvæðinu. Staða íbúa á Miðsvæði er borin saman við samanburðarsvæðin eins og í mörgum af vísum verkefnisins. 


Eignir á íbúa á milli ára aukast úr 19.9 mkr. í 21.2 mkr. og er það 6,5% aukning á milli ára og er það aðeins minni aukning en á öllum samanburðarsvæðunum.

Skuldir á íbúa á Miðsvæði nema tæpum 5 mkr. og lækka á milli ára um 1,4%. Á samanburðarsvæðunum aukast skuldir á milli ára á Vestursvæði og landinu öllu en lækka á Austursvæði um sem nemur 1,8%. 


Við upphaf vöktunartíma Gaums munað um 2 mkr. á eignum pr. íbúa á milli Miðsvæðis og Vestursvæðis en um 4 mkr. á milli Miðsvæðis og Landsins alls. Á árinu 2023 munar um 10,5 mkr. á eignum pr. íbúa á milli Vestursvæðis og Miðsvæðis, þar sem eignir pr. íbúa eru hærri á Vestursvæði, og um 15 mkr. á milli eigna pr. íbúa á landinu öllu og á Miðsvæði. Aukning eigna er því nokkuð hægari á Miðsvæði en á Vestursvæði og landinu öllu. Á hinn bóginn hefur skuldaaukning íbúa á Miðsvæði og Austursvæði verið minni en á Vestursvæði og landinu öllu. Á Miðsvæði skulda íbúar um 5 mkr. á meðan skuldir pr. íbúa á landinu öllu erum um 9.1 mkr.