Í vísi 3.4 er fylgst með hag sveitarfélaganna á vöktunarsvæði Gaums. Sveitarfélögin eru eftir sameiningu Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar undir nafni Þingeyjarsveitar nú orðin þrjú í stað fjögur áður. Árið 2023 er annað ár reikningsskila nýs sveitarfélags.
Fylgst er með eignum á íbúa og má sjá að í öllum sveitarfélögunum þremur aukast eignir á íbúa á milli áranna 2022 og 2023.
Eignir á íbúa í Norðurþingi fara úr 3.2 mkr. í 3.7 mkr., úr 2.0 mkr í tæplega 2.2. mkr. í Þingeyjarsveit og úr 1.5 mkr. í 2.4 mkr. í Tjörneshreppi.
Skuldir lækka í Tjörneshreppi og Þingeyjarsveit pr. íbúa en hækka í Norðurþingi. Hækkunin nemur um 120 þús. kr. pr. íbúa. Tjörneshreppur skuldar sem nemur 3.979 kr. pr. íbúa.
Skuldahlutfall Tjörneshrepps fer úr 1% í 0%, 85% í 75% í Þingeyjarsveit en stendur í stað í Norðurþingi.