Við upphaf árs 2024 voru íbúar af erlendum uppruna 810 talsins í sveitarfélögunum þremur sem tilheyra Miðsvæði eða um 18% af íbúum sveitarfélaganna. Íbúum af erlendum uppruna fjölgaði úr 738 eða um 9,76% á milli áranna 2023 og 2024. Við upphaf vöktunartíma Gaums voru íbúar af erlendum upprun 179 talsins eða aðeins 4,2% íbúa í sveitarfélögunum þremur.
Þegar skoðað er frá hvaða löndum og svæðum íbúar af erlendum uppruna koma þá kemur stærstur hluti þeirra frá Póllandi. Því næst koma íbúar sem eiga uppruna sinn í Te´kklandi, Spáni og Slóvakíu. Alls eru það 41,98% íbúa af erlendum uppruna sem koma frá Póllandi, 7,28% frá Tékklandi, 6,54% frá Spáni og 5,19% frá Slóvakíu. Á vöktunartímanum hafa íbúar frá Póllandi verið stræstur hluti íbúa af erlendum uppruna og var hlutfallið hæst árið 2013 þegar 68,32% íbúa af erlendum uppruna kom frá Póllandi.
Ef horft er til svæða kemur stærstur hluti íbúa af erlendum uppruna frá Austur- Evrópu eða 74,1%, frá Vestur-Evrópu 19,8% og frá Norðurlöndunum koma 2,5%. Hlutfall íbúa frá Austur-Evrópu var hæst árið 2018 80,2%. Hlutfall íbúa frá Norðurlöndunum hefur farið lækkandi á vöktunartímanum úr 8,9% í 2,5%.
Íbúar svæðanna koma frá 45 löndum og frá flestum heimsálfum. Alls eru 10 einstaklingar einu íbúarnir í sveitarfélögunum á Miðsvæði sem koma frá heimalandi sínu.