Komur skemmtiferðaskipa fleiri 2023 en 2022

08.03.2024

Komur skemmtiferðaskipa fleiri 2023 en 2022

Í vísi 1.7 er fylgst með komum skipa til Húsavikurhafnar. 

Framan af á vöktunartíma Gaums voru komur hvort tveggja flutningaskipa og farþegaskipa fátíðar, 3-7 skip á ári. Frá árinu 2020 hefu skipakomum tekið að fjölga á ný en þeim fækkaði árin áður en COVID-19 heimsfaraldurinn skall á, en þá var uppbyggingartíma Þeistareykjarstöðvar og PCC BakkiSilicon lokið. Á milli áranna 2022 og 2023 fækkaði komum flutningaskipa úr 77 í 65. Það skýrist af því að hluta ársins 2023 var aðeins annar ofn PCC BakkiSilicon í virkni og því bæði minna um skipakomur með aðföng og vöru frá fyrirtækinu til útflutnings. Komum skemmtiferðaskipa hélt áfram að fjölga í kjölfar faraldursins og voru fimm fleiri á árinu 2023 en 2022. Alls voru viðkomur skemmtiferðaskipa í Húsavíkurhöfn 41 talsins. Með skipunum komu 9.718 farþegar til Húsavíkur.