Árlega sér starfsfólk Heilbrigðisteftirlitsins a´ Norðurlandi eystra um sýnatöku á neysluvatni á Húsvaík, Laugum og í Reykjahlíð. Niðurstöður mælinganna eru birtar undir vísi 2.4 á vefsíðu Gaums.
Við greiningu á vatninu er skoðaður heildarfjöldi gerla, kólígerla og e. kóliger. Jafnframt eru gerðar mælingar á leiðni og sýristigi vatnsins. Við 22°C hita má fjöldi gerla ekki fara yfir 100/ml, 0/100ml fyrir kólígerla og 0/100 ml fyrir e. kólígerla. Fari niðurstöður mælinga yfir viðmiðunargildin skal heilbrigðisnefnd rannsaka þau tilvik til að greina orsök þeirra og meta hættu fyrir heilsu manna. Séu frávik veruleg ber heilbrigðisnefnd að grípa til aðgerða til að endurheimta vatnsgæðin ásamt því að tilkynna neytendum um aðgerðir. Aðgerðir neytenda geta til að mynda verið að sjóða neysluvatn tímabundið. Ekki hafa komið upp tilvik á vöktunarsvæði Gaums á þeim tíma sem vöktun hefur staðið yfir þar sem grípa hefur til slíkra aðgerða. Mælingar á gerlafjölda á árinu 2023 eru eins og fyrri ár undir viðmiðunarmörkum hvað varðar gerlafjölda. Mælingar á leiðni og sýrustigi eru sömuleiðis líkt og fyrri ár innan viðmiðunarmarka.