Meðalútblástursgildi lækkar og hlutfall rafbíla eykst í bílaflota á Miðsvæði

26.02.2024

Meðalútblástursgildi lækkar og hlutfall rafbíla eykst í bílaflota á Miðsvæði

Meðalútblásturgildi bifreiða á Miðsvæði lækkar á milli áranna 2023 og 2024. Af 4315 bifreiðum hafa 2380 bifreiðar uppgefið útblástursgildi og á Miðsvæði er það 185,5 g/km í samanburði við 122,8g/km á landinu öllu. Á vöktunartíma Gaums hefur útblástursgildið lækkað úr 204,75 g/km eða um 19,25 g/km. Eyðslugildi bifreiða á Miðsvæði hefur sömuleiðis lækkað og farið úr 8,92 l/100 km í blönduðum akstri í 7,44 l/100 km, lækkun um 1,48 l/100 km í blönduðum akstri. Meðaltal útblástursgildis og eyðslugildis er lægst í Norðurþingi af sveitarfe´lögunum þremur á Miðsvæði en hæst í Tjörneshreppi.

Þegar þróun orkugjafa ´bifreiða á Miðsvæði og landinu öllu er skoðuð má sjá að á Miðsvæði eykst hlutfall rafmagns- og tengiltvinn bifreiða  á vöktunartímanum og nær nú 7,12% og er því nú áþekkur því sem var á landinu öllu við upphaf árs 2021. Þá er hlutfall bifreiða sem eru knúnar með bensíni lækkandi hvort tveggja á Miðsvæði og landinu öllu. Á Miðsvæði nemur lækkunin einu prósenti á milli áranna 2023 og 2024 en þremur prósentum á landinu öllu. Hlutfall díselbifreiðar eykst á Miðsvæði úr 47,8% í 49,5% en lækkar á landinu öllu úr 33,5% í 32,3%.

Við úrvinnslu gagna um stöðu bílaflota reiknum við út meðalaldur bifreiða í hverju sveitarfélagi fyrir sig og á svæðinu öllu og er þær upplýsingar að finna í skjalinu Frumgögn og úrvinnsla undir Svæðisbundinni stöðu bílaflota í vísi 2.7. Þar má sjá að meðalaldur bifreiða í sveitarf´élögum á Miðsvæði hækkaði eftir að COVID-19 heimsfaraldurinn skall á. Við upphaf árs 2020 var meðalaldur bifreiða í Norðurþingi 16 ár en fór í 19 ár árið 2022. Meðalaldurinn var lægri árið 2023 og stendur í 17 árum við upphaf árs 2024. Það sama má segja um Tjörneshrepp. Meðalaldur var 24 ár við upphaf heimsfaraldursins, hækkaði í 26 ár á meðan á faraldrinum stóð, lækkaði árið 2023 í 24 ár en er nú aftur orðin 26 ár. Þórunin virðist vera með áþekkum hætti í Þingeyjarsveit, en hefur ekki verið reiknuð út fyrir árin 2020, 2021 og 2022 miðað við núverandi sveitarfélagamörk Þingeyjarsveitar. Í Þingeyjarsveit eldri og Skútustaðahreppi hækkaði meðalaldurinn á meðan á heimsfaraldri stóð og eftir sameiningu er meðalaldurinn lægri í báðum sveitarfélagögum en var árið 2022 og hækkar á milli áranna 2023 og 2024 úr 20 árum í 22 ár.