Í umhverfisvísum Gaums er meðal annars fylgst með loftgæðum í kringum verksmiðju PCC BakkiSilicon. Mælar eru á Húsavíkurhöfða og í Héðinsvík. Fylgst er með styrk brennisteinsdíoxíðs, PM 2,5 og PM 10 í andrúmslofti. Fylgst er með hæstu stundargildum, hæstu dagsgildum og meðaltali mánaðar sem borið er saman við viðunarmörk reglugerða. Jafnframt hversu marga daga á ári styrkur framangreindra efna fer yfir viðmiðunarmörk fyrir hámarks daggildi þeirra.
Á árinu 2023 fór styrkur brennisteinsdíoxíðs, PM 2,5 og PM 10 aldrei yfir viðmiðunarmörk hámarksdaggilda framangreindra efna skv. reglugerðum.