Gögn vegna vísis 3.1 hafa verið uppfærð fyrir árið 2021.
Fjöldi starfandi eykst á samanburðarsvæðum Miðsvæðisins, Austursvæði og Vestursvæði en minnkar á Miðsvæði. Fjöldinn var 2.766 manns á árinu 2020 en er 2.660 á árinu 2021.
Ef hlutfall starfandi er skoðað kemur í ljós að hlutfall starfandi hækkar á Miðsvæði úr 92.6% í 93.7%. Á Austursvæðinu hækkkar hlutfallið um eitt prósentustig úr 93% í 94%. Á Vestursvæðinu er sama þróun úr 94% í 94,9%. Á landinu öllu hækkar hlutfall starfandi úr 91,9% í 92,8%.
Atvinnulausum fækkaði úr 221 í 180 á Miðsvæði, fækkunin nam 6 manns á Austursvæðinu, úr 47 í 41 og á Vestursvæði fækkar úr 671 í 573.
Hlutfall atvinnulausra lækkaði úr 7,4% í 6.3% og er það áþekk þróun og á landinu öllu og á Austursvæðinu en á Vestursvæðinu stendur atvinnuleysi í stað a´ milli áranna og er atvinnuleysi áranna 2020 og 2021 á Vestursvæðinu 6%.